Staða framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita auglýst

Reitir leita að öflugum stjórnanda til að leiða eignaumsýslusvið félagsins
Staða framkvæmdastjóra eignaumsýslusviðs Reita auglýst

Sóst er eftir leiðtoga til að sjá um daglegan rekstur á sviðinu, leiða vinnu við samninga- og áætlanagerð ásamt eftirfylgni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum við fasteignir félagsins, hvort sem þær eru vegna viðhalds, endurbóta eða sameiginlegs reksturs leigutaka Reita. Framkvæmdastjóri situr í framkvæmdastjórn og heyrir beint undir forstjóra.

Sótt er um stafið á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Atli Magnússon hlynur@hagvangur.is og Þórdís Arnarsdóttir thordis@hagvangur.is.

Starfið er auglýst í kjölfar þess að fráfarandi framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs óskaði eftir að láta af störfum hjá félaginu og mun hann hverfa til annarra starfa þann 1. janúar nk. Andra eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti undanfarin 12 ár og er honum óskað alls hins besta á nýjum vettvangi.