Sendiráðið flytur í Höfðabakka 9

Sendiráðið flytur í Höfðabakka 9

Sendiráðið, vef- og hugbúnaðarstofa, flytur í Höfðabakka 9 í haust. Sendiráðið er framsækið fyrirtæki sem hefur hannað og þróað vefi og innranet fyrir mörg leiðandi fyrirtæki á Íslandi. Sendiráðið verður staðsett í um 340 fermetra rými á 2. hæð fyrir miðju í lágbyggingunni, beint fyrir ofan Póstinn. Nánari upplýsingar um Sendiráðið má finna á www.sendiradid.is

Reitir bjóða Sendiráðið velkomið til starfa í Höfðabakka.