Samningur vegna bókasafns Seltjarnarness endurnýjaður

Reitir og Seltarnarnesbær hafa endurnýjað leigusamning um bókasafn Seltjarnarness á Eiðistorgi. Húsnæði safnsins verður endurnýjað á næstu mánuðum.
Samningur vegna bókasafns Seltjarnarness endurnýjaður

Í byrjun maí undirritaði bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, nýjan samning við Reiti vegna leigu á húsnæði Bókasafns Seltjarnarness á Eiðistorgi og tekur hann við af núgildandi samningi. Reitir munu taka að sér endurbætur á húsnæðinu innandyra í tengslum við samninginn.

Bókasafnið verður lokað frá 26. júní til 8. ágúst.

Soffía Karlsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Rut Jónsdóttir

Myndin var tekin við undirritun samningsins en þar eru Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Inga Rut Jónsdóttir viðskiptastjóri hjá Reitum.