Rekstraraðilar óskast í Sælkerahöll

Reitir hafa auglýst eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á nýjum veitinga- og matarmarkaði í Holtagörðum. Vægi ferðaþjónustu hefur aukist í Holtagörðum sem gegna nú hlutverki nýrrar samgöngumiðstöðvar með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Reitir vinna að endurskipulagningu hússins og fyrirhuga að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.
Rekstraraðilar óskast í Sælkerahöll

Spennandi tækifæri í lifandi umhverfi

 

Holtagarðar gegna nú stóru hlutverki sem ný samgöngumiðstöð með um 600 þúsund heimsóknum ferðamanna á hverju ári. Heimsóknir ferðamanna eru flestar í tengslum við skoðunarferðir Gray Line út á landsbyggðina sem og í tengslum við bílaleigurnar AVIS og Budget sem staðsettar eru í húsinu. Einnig er í húsinu starfsemi sem heimamenn sækja t.d. Bónus verslun og líkamsræktarstöð. 

Reitir vinna að endurskipulagningu Holtagarða þar sem fyrirhugað er að setja upp veitinga- og matarmarkað í bland við þann rekstur og þjónustu sem fyrir er.

Auglýst er eftir rekstraraðilum til þátttöku í uppbyggingu og rekstri á Sælkerahöllinni, nýjum veitinga- og matarmarkaði. Sælkerahöllin verður með básafyrirkomulagi þar sem 12 m2 og stærri rými eru í boði, með eða án bakrýma. 

Matur, menning og umhverfi mun samtvinnast í skemmtilegri upplifun í Sælkeratorginu Holtagörðum.

 

Sælkerahöllin verður í anda Torvehallerne og Bourgh Market þar sem matur, menning og umhverfi tvinnast saman í skemmtilegri upplifun fyrir gesti og gangandi. 

Sælkerahöllinni er ætlað að höfða bæði til ferðamanna sem og heimamanna þar sem áhersla verður lögð á ferskleika, íslenska matargerð og hráefni beint frá býli en einnig viljum við gera sjávarfangi hátt undir höfði. Viðskiptavinir munu geta notið veitinga á staðnum og keypt ferska matvöru og sérvöru. 

14.000 íbúar eru í Laugarnes- og Laugaráshverfi, Heimum og Vogum. Veruleg fjölgun íbúða er ráðgerð í nágrenninu næstu árum. 

 

Návígi við ferðamenn skapar tækifæri fyrir sölu á íslenskri hönnun og sérvöru.

 

Návígi við 600 þúsund árlega ferðamenn í samgöngumiðstöðinni skapar tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu

 

Návígi við ferðamenn skapar tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu

 

Sælkerahöllin mun þjóna íbúum og starfsfólki í nágrenninu jafnt og ferðamönnum 

 

Einnig er leitað eftir rekstraraðilum með sérvöru, ferðaþjónustu eða afþreyingu svo sem sýningar, söfn eða listviðburði.  

Áhugasamir eru hvattir til að senda okkur fyrirspurn eða senda okkur umsókn. Í umsóknum er óskað eftir upplýsingum um fyrirhugað vöruframboð og stærð rýmis sem óskað er eftir.

Umsóknarfrestur er útrunninn. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á reitir@reitir.is.