
Reki ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í síum og búnaði tengdum vinnuvélum, hópferðabílum, skipum og bátum og ýmsum iðnaði, hefur tekið á leigu um 630 fermetra húsnæði í norðurenda lágbyggingarinnar að Höfðabakka 9.
Reki hefur verið starfandi síðan 1988, fyrst þjónustaði fyrirtækið eingöngu smábáta en fór innan nokkurra ára að auka þjónustuframboðið.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.