Reitir teknir inn í úrvalsvísitöluna

Reitir teknir inn í úrvalsvísitöluna

Kauphöllin hefur birt endurskoðaða samsetningu Úrvalsvísitölunnar. Reitir fasteignafélag hefur verið tekið inn í nýju vísitöluna. Eftir breytinguna eru eftirfarandi félag í vísitölunni: Eimskipafélag Íslands, Hagar, HB Grandi, Icelandair Group, Marel, N1, Reitir fasteignafélag og Vátryggingafélag Íslands. Reitir fasteignafélag kemur nýtt inn í vísitöluna í stað Tryggingamiðstöðvarinnar.

OMX Iceland 8 vísitalan er Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland. Vægi félaga í OMX Iceland 8 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum á Nasdaq Iceland er hluti af vísitölunni.

Endurskoðun vísitölunnar fer fram hjá kauphöllinni tvisvar sinnum á ári. Hin nýja samsetning mun taka gildi þann 1. júlí næstkomandi.

Tengt efni:


Reitir teknir inn í Úrvalsvísitöluna