Reitir styðja Heimili og skóla

Reitir styðja Heimili og skóla

Reitir hafa endurnýjað samkomulag við Heimili og skóla um áframhaldandi stuðning í formi hagfelldrar leigu á skrifstofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 24. Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf. Heimili og skóli reka einnig SAFT netöryggisverkefnið en SAFT stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.

Reitir hafa stutt samtökin um árabil en starfsemin fellur einkar vel að áherslum Reita hvað varðar stuðning við málefni sem snúa annarsvegar að velferð barna og unglinga og hinsvegar að umhverfismálum.