Reitir semja við Creditinfo um nýtt húsnæði í Höfðabakka 9

Reitir semja við Creditinfo um nýtt húsnæði í Höfðabakka 9
Creditinfo og Reitir hafa gert nýjan langtíma leigusamning um húsnæði í Höfðabakka 9. Creditinfo hafa verið með aðsetur á 7. hæð en munu nú flytjast á 3. hæð í sama húsi.

Creditinfo og Reitir hafa gert nýjan langtíma leigusamning um húsnæði í Höfðabakka 9. Creditinfo hafa verið með aðsetur á 7. hæð en munu nú flytjast á 3. hæð í sama húsi.

Hæðin sem um ræðir er u.þ.b. 900 fermetrar, hún verður endurnýjuð í sama nútímalega stíl og skrifstofuhæðir Opinna kerfa, sem eru í sama húsi og voru endurnýjaðar á síðasta ári. Stefnt er að vistvænum lausnum í innréttingu hæðarinnar.