Reitir semja við bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar

Bæjarskrifstofur Hveragerðis­bæjar verða á haustmánuðum fluttar úr núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnu­mörk í Breiðumörk 20
Reitir semja við bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar

Reitir hafa gert leigusamning við bæjarskrifstofur Hveragerðis­bæjar um húsnæði í Breiðumörk 20. Um er að ræða nýjan samning en bæjarskrifstofurnar flytja á haustmánuðum úr núverandi húsnæði í verslunarmiðstöðinni í Sunnu­mörk, sem einnig er í eigu Reita, í skrifstofuhúsnæði að Breiðumörk 20. 

Í bókun bæjarstjórnar segir að með þessu vilji bæjar­stjórn leitast við að efla miðbæj­ar­kjarna Hvera­gerðis sem óneit­an­lega breyttist töluvert með til­komu versl­umarmiðstöðvar­inn­ar við Sunnumörk. Verslunar­mið­stöð­in muni einnig njóta góðs af þessari breytingu þar sem meira rými skapast fyrir núver­andi rekstrar­aðila og ný spenn­andi versl­unarrými verða til í Sunnu­mörk.

Reitir bjóða bæjarskrifstofurnar velkomnar til starfa í nýju húsnæði í Breiðumörk.