Reitir lána Erindi húsnæði

Reitir lána Erindi húsnæði

Reitir hafa afhent Erindi, samtökum um samskipti og skólamál, húsnæði til láns sem hýsa á samskiptasetur fyrir börn og unglinga sem glíma við einelti.  Húsnæðið er í Spönginni 37 í Grafarvogi.

Gert er ráð fyrir að samskiptasetrið verði vettvangur þar sem einstaklingar og stofnanir geta sótt margvíslega ráðgjöf og leitað samráðs og stuðnings við úrlausnir í málum sem snúa að samskiptum og félagsþroska barna. Hin árlega söfnun, Á allra vörum, stóð fyrir fjársöfnun fyrir samtökin s.l. haust, þar söfnuðust rúmar 40 milljónir til reksturs samskiptasetursins til nokkurra ára.

Húsnæði Erindis hentar starfseminni vel. Umhverfið þar er rólegt og notalegt, þar eru 2-3 viðtalsherbergi auk skrifstofuaðstöðu.