Reitir kaupa Sunnukrika 3 í Mosfellsbæ

Um er að ræða tæplega 3.900 fermetra af nýju og vönduðu verslunar- og þjónustuhúsnæði sem hýsir verslun Nettó, Heilsugæslu og Apótekarann.

Reitir hafa ákveðið að ganga til samninga við Sunnubæ ehf. um kaup á Sunnukrika 3 og 3B í Mosfellsbæ. 

Heildarvirði kaupanna er 1.950 m.kr. og verður að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé. Áætlaðar leigutekjur frá árinu 2024 eru um 150 m.kr. á ári en fram til þess eru þær um 120 m.kr. miðað við núverandi leigusamninga. Nýtingarhlutfall eignarinnar í dag er um 90%, og rekstrarhagnaðarhlutfall um 85%. Meðaltími leigusamninga er tæp 16 ár.

Afhending eignanna mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf.

Nánari upplýsingar veita:
Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 og á gudjon@reitir.is
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 og á einar@reitir.is