Reitir kaupa Alda Hotel Reykjavik

Mynd í eigu Alda Hotel Reykjavik
Mynd í eigu Alda Hotel Reykjavik

Samþykkt hefur verið tilboð Reita um kaup á fasteignum þeim sem hýsa Alda Hótel Reykjavík á Laugavegi 66-70 í Reykjavík af L66 fasteignafélagi ehf. og Fring ehf. Kaupverðið er 2.850 milljónir kr. og verður fjármagnað úr sjóði. 

Um er að ræða 4.084 fm. fasteign sem verður öll í langtímaútleigu til Alda Hótel Reykjavík ehf., og er áætlað að leigutekjur af eigninni muni nema um 240 milljónum kr. á ársgrundvelli en fyrirvari er gerður um endanlega samninga þar að lútandi. Kaupin munu þá leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um rúmlega 205 milljónir kr. á ársgrundvelli. Að fyrirvörum uppfylltum er áætlað að undirritun kaupsamnings og afhending verði um miðjan janúar 2017.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.