Reitir heiðursbakjarl Fjölskylduhjálparinnar

Reitir heiðursbakjarl Fjölskylduhjálparinnar

Fjölskylduhjálp Íslands starfrækir umfangsmikið hjálparstarf í húsnæði Reita í Iðufelli. Samtökin veittu Reitum nú á dögunum sérstaka viðurkenningu sem heiðursbakhjarl samtakanna. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Perlunni þar sem Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff afhentu viðurkenningarskjöld fyrir hönd samtakanna.

Fjölskylduhjálp Íslands opnaði starfstöð sína í Iðufelli þann 4. júní 2013 og hafa Reitir stutt samtökin dyggilega með hagstæðum leigukjörum og leiguskilmálum. Húsnæðið er um 550 fermetrar, þar fara fram vikulegar matarúthlutanir auk þess sem Fjölskylduhjálpin hefur rekið þar nytjamarkað með fatnað og boðið skjólstæðingum sínum hársnyrtingu. 

Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú við afhendingu viðurkenningar Reita sem Heiðursbakhjarl Fjölskylduhjálpar Íslands 2015.

Frá vinstri: Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri Reita, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú við afhendingu viðurkenningar Reita sem Heiðursbakhjarl Fjölskylduhjálpar Íslands 2015.