Reitir hafa stutt UNICEF á Íslandi í áratug

Reitir hafa stutt UNICEF á Íslandi í áratug
Reitir fasteignafélag hefur frá upphafi stutt dyggilega við bakið á UNICEF á Íslandi en samtökin fagna nú í mars 2014 tíu ára afmæli sínu. Í heilan áratug hafa Reitir veitt UNICEF á Íslandi aðstoð sem aftur hefur gert samtökunum auðveldara fyrir að halda úti öflugri starfsemi.

Reitir fasteignafélag hefur frá upphafi stutt dyggilega við bakið á UNICEF á Íslandi en samtökin fagna nú í mars 2014 tíu ára afmæli sínu. Í heilan áratug hafa Reitir veitt UNICEF á Íslandi aðstoð sem aftur hefur gert samtökunum auðveldara fyrir að halda úti öflugri starfsemi.

Það var í mars 2004 sem íslensk landsnefnd fyrir UNICEF var stofnuð og við sama tækifæri opnaði Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. UNICEF hefur verið staðsett í húsnæði Reita allan tímann. Eftir því sem starfsemi Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxið hefur hún flutt á milli staða en síðastliðin tvö ár verið staðsett við Laugaveg 176.

„Reitir hafa verið með okkur frá upphafi og það er ómetanlegt. Þetta er samstarf sem skipt hefur miklu máli og hefur hjálpað okkur við að byggja upp öflugt góðgerðarfélag,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

„Reitir hafa stutt UNICEF á Íslandi alveg frá því að samtökin tóku til starfa. Í okkar starfsemi fáum við að fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum vaxa og dafna. Það hefur verið sérstök ánægja fyrir starfsfólk Reita að fá að fylgjast með og styðja UNICEF í að ná svo framúrskarandi árangri í baráttunni fyrir réttindum barna, við erum afar stolt af því að geta stutt við samtökin,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita fasteignafélags.

Breiðfylking styður réttindi barna

Í nær sjö áratugi hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stefán Ingi Stefánsson hjá UNICEF bendir á að ánægjulegt sé að sjá hvað hugmyndinni um UNICEF á Íslandi hafi verið vel tekið á þeim tíu árum sem liðin séu frá því að skrifstofan opnaði hér á landi. Samtökin fögnuðu fyrsta áratug sínum síðastliðinn föstudag. „Hér erum við tíu árum eftir stofnun, með breiðfylkingu fólks með okkur í liði að berjast fyrir réttindum allra barna, hérlendis sem erlendis. Fyrir það erum við óskaplega þakklát. Fólk um allt land, sem og dyggir stuðningsaðilar eins og Reitir, hafa gert þetta að veruleika,“ segir hann.