Reitir gerast aðilar að Festu

Reitir fasteignafélag hefur gerst aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði.
Reitir gerast aðilar að Festu

Með aðild að Festu vilja Reitir taka virkari þátt í mótun samfélagsábyrgðar með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun, þar á meðal heilbrigði og velferð samfélagsins auk þess að skapa virði fyrir samfélagið í heild.

Auk þess að vera nú aðili að Festu, þá eru Reitir einnig meðal stofnaðila Grænni byggðar, Green Building Council Iceland, samtaka sem beita sér fyrir sjálfbærni innan skipulags-, bygginga- og fasteignageirans; og einnig stofnaðilar að Votlendissjóðunum, sjóði sem beitir sér fyrir endurheimt votlendis með kolefnisbindingu og endurheimt búsvæða dýralífs að markmiði, en talið er að um 70% af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu og röskuðu votlendi.

Reitir horfa einnig til hinna 17 heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við ákvarðanatöku í starfsemi félagsins þar sem við á, og vilja gjarnan leggja sitt af mörkum til að stjórnvöld nái þeim markmiðum sem þau hafa sett sér í þeim efnum.  

Nánar:

>>  Stefna Reita varðandi samfélagslega ábyrgð