Reitir Fyrirtæki Mannúðar 2016

Reitir Fyrirtæki Mannúðar 2016

Reitir fasteignafélag hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirtæki mannúðar 2016 frá Fjölskylduhjálp Íslands. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti viðurkenninguna. Reitir hafa í þrjú ár verið einn dyggasti stuðningsaðili Fjölskylduhjálparinnar en félagið styrkir hjálparsamtökin með húsakosti í Iðufelli þar sem starfræktur er nytjamarkaður auk þess sem þar fara fram matarúthlutanir. 

Reitir eru afar stoltir af stuðningi við starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands og eru samtökunum þakklát fyrir viðurkenninguna.