Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hafa hlotið viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Það er Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem veittu viðurkenninguna.
Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Þann 15. mars sl., hlutu Reitir viðurkenningu sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Það er Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem veittu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn þann dag.  Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar KPMG á stjórnarháttum hjá Reitum, sem fór fram í upphafi ársins. Úttektin og viðurkenningin er farvegur fyrir félagið til að tryggja fagleg vinnubrögð og samskipti sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.