Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2022.
Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Creditinfo framkvæmir fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrðin og teljast þau framúrskarandi að mati Creditinfo. 

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin m.a. að vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa haft jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og ársniðurstöðu þrjú undanfarin rekstrarár auk þess að uppfylla skilyrði um eignir og eiginfjárhlutfall.