Til baka

Reitir er framúrskarandi fyrirtæki 2022

Reitir fasteignafélag hefur hlotið endurnýjaða viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2022.

Creditinfo framkvæmir fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrðin og teljast þau framúrskarandi að mati Creditinfo. 

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin m.a. að vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa haft jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og ársniðurstöðu þrjú undanfarin rekstrarár auk þess að uppfylla skilyrði um eignir og eiginfjárhlutfall.

Fleiri fréttir

Korputún er nýtt vistvænt atvinnusvæði á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar
Deiliskipulag fyrir Korputún hefur tekið gildi

Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlína mun liggja þvert í gegnum skipulagssvæðið.

Nýjar verslanir í endurbættum Holtagörðum

Reitir hafa undirritað nýja leigusamninga við þrjá af stærstu aðilunum á íslenskum skó- og tískuvörumarkaði um húsnæði í Holtagörðum. Öll neðri hæð hússins verður endurnýjuð í tengslum við breytinguna.

Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2022 er komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Reita 2022 er komin út

Ítarupplýsingar um eignasafnið, leigutaka og leigusamninga ásamt árlegu yfirliti yfir áherslur og árangur í átt að sjálfbærni.