Reitir bjóða til sölu eignarhluta í Skeifunni 11

Reitir bjóða til sölu eignarhluta í Skeifunni 11

Reitir fasteignafélag býður til sölu alla eignarhluta sína í Skeifunni 11

Um er að ræða fasteignir og fasteignatengd réttindi, þ.m.t. byggingarréttur og réttur til tjónabóta vegna eldsvoða sem varð í eignunum þann 6. júlí 2014. Skv. skráningu Þjóðskrár eru eignarhlutarnir samtals 1.692,1 fm.

Nánari lýsing: Um er að ræða 4 fastanúmer og 2 notaeiningar, annars vegar 1.118,1 fm verslunarhúsnæði og hins vegar 574,0 fm veitingastaður ásamt kjallara. Eignarhlutarnir seljast í núverandi ástandi en eingöngu botnplata stendur eftir hvað varðar verslunarhúsnæðið og veitingastaðurinn varð fyrir talsverðum skemmdum. Með í sölunni fylgir réttur viðkomandi eignarhluta til tjónabóta.

Tilboð óskast fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 1. desember 2016

Áhugasamir tilboðsgjafar geta nálgast sölugögn og tilboðsform í gegnum netfangið skeifan@reitir.is og þangað skal jafnframt skila tilboðum á rafrænu formi innan tilgreinds tímafrests.

 

Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna þeim öllum.