
Radio Iceland, ný íslensk útvarpsstöð ætluð erlendum ferðamönnum á landinu, hefur tekið á leigu rými að Krókhálsi 6. Útsending hófst í dag mánudaginn 16. febrúar 2015.
Útsendingar verða allar á ensku og er þeim ætlað að veita erlendum ferðamönnum um allt land nytsamlega upplýsingar. Fréttir verða lesnar upp á ensku á klukkutíma fresti auk þess sem tilkynningar um veður og færð á vegum verða lesnar upp eftir þörfum. Á stöðinni verður lögð áhersla á dagskrárgerð um áhugaverða staði og þjónustu fyrir ferðamenn auk þess sem íslensku tónlistarfólki verður boðið að koma og kynna sig, eingöngu verður spiluð íslensk tónlist á stöðinni.
Eigandi og útvarpsstjóri nýju útvarpsstöðvarinnar er Adolf Ingi Erlingsson. Til að byrja með verða fjórir útvarpsmenn á stöðinni. Þeir eru, ásamt Adolfi: Darren Foreman, María Lilja Þrastardóttir og Gígja Sara Björnsson. Radio Iceland er á tíðninni 89,1 á höfðuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.
Reitir bjóða Radio Iceland velkomið til starfa.
Tengt efni
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.