Okkar talþjálfun opnar í Höfðabakka 9

Í ágúst flytja talmeinafræðingar í Höfðabakka 9, þeir munu starfa undir nafninu Okkar talþjálfun. Nýja stofan kemur til með að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð bæði hjá börnum og fullorðnum.
Okkar talþjálfun opnar í Höfðabakka 9

Í ágúst flytja fjórir talmeinafræðingar starfsemi sína í Höfðabakka 9. Saman munu þeir starfa undir nafninu Okkar talþjálfun. Nýja stofan kemur til með að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð bæði hjá börnum og fullorðnum. Heimasíða Okkar talþjálfunar opnar von bráðar en þar verður hægt að skrá á biðlista.

Okkar talþjálfun verður staðsett á annarri hæð í suð-austur horni hússins. Reitir bjóða Okkar talþjálfun velkomna til starfa í Höfðabakka 9.