Okkar líf leigir á Laugavegi 182

Laugavegur 182
Laugavegur 182

Reitir hafa gert leigusamning við Okkar líftryggingar um skrifstofuhæð að Laugavegi 182. Um er að ræða þriðju hæð hússins sem hefur verið endurnýjuð fyrir starfsemi Okkar líf og dótturfélag þess, Tekjuvernd. Hæðin er um 700 fermetrar og býr að glæsilegu útsýni yfir borgina og að Esjunni. THG sá um arkitektahönnun og ÍAV sér um verklegar framkvæmdir. Húsnæðið var afhent til Okkar líf þann 18. júní.

Okkar líftryggingar hf. er elsta líftryggingafélag landsins og verið í forystuhlutverki á Íslandi á sviði persónutrygginga. Með nýju húsnæði er félagið betur í stakk búið til að efla starfsemina og veita viðskiptum sínum framúrskarandi þjónustu.

Reitir bjóða Okkar líf og Tekjuvernd velkomin til starfa að Laugavegi 182.

Okkar líftryggingar leigja hjá Reitum fasteignafélagi. F.v. Olaf Forberg, Helena Hilmarsdóttir, Valtýr Guðmundsson, Andri Þór Arinbjörnson, Halldór Jensson, Friðjón Sigurðarson

Myndin er tekin við afhendingu húsnæðisins. Frá vinstri: Olaf Forberg, forsvarsmaður Tekjuverndar; Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður fjármálasviðs Okkar líftrygginga; Valtýr Guðmundsson, forstjóri Okkar líftrygginga; Andri Þór Arinbjörnson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita; Halldór Jensson, sölustjóri Reita og Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs Reita.