Nýr leigutaki í Dalshrauni 3

Nýr leigutaki í Dalshrauni 3

Reitir hafa afhent Fishproducts Iceland ehf. húsnæði á 2. hæð i Dalshrauni 3 í Hafnarfirði. Húsnæðið er um 650 fermetrar og var innréttað að þörfum nýja leigutakans, það er sérlega bjart og opið með fallegu útsýni. ÍAV sá um verklegar framkvæmdir, Ferill hafði eftirlit með verkinu og hönnun var á vegum THG og VSB. Húsnæðið var afhent þann 1. apríl. Gerður var grænn leigusamningur og er húsið því áfram að öllu leyti rekið og viðhaldið með vistvæn sjónarmið í huga.

Í húsinu eru enn til leigu tvö 650 fm. skrifstofurými á 1. og 2. hæð auk um 400 fm. skrifstofu-, þjónustu- eða verslunarrýmis sem er á jarðhæð. Bæði rýmin eru tilbúin til innréttinga og verða innréttuð í samráði við nýja leigutaka.

Reitir bjóða Fishproducts Iceland velkomið til starfa í Dalshrauni.

Dalshraun 3 - Reitir fasteignafélag

Dalshraun 3 - Reitir fasteignafélag

Dalshraun 3 - Reitir fasteignafélag

Dalshraun 3 - Reitir fasteignafélag