Nesklúbburinn fær inniaðstöðu á Eiðistorgi

Nesklúbburinn fær inniaðstöðu á Eiðistorgi

Reitir hafa gert samning við Nesklúbbinn, golfklúbbinn á Seltjarnarnesi, um afnot af húsnæði fyrir inniaðstöðu klúbbsins. Húsnæðið er um 450 fermetrar og er á þriðju hæð á Eiðistorgi, fyrir ofan Hagkaup og Bókasafn Seltjarnaress.

Allar æfingar fyrir unglingastarf klúbbsins munu færast í nýju aðstöðuna á Eiðistorgi. Þar verður komið fyrir nýjustu gerð af golfhermi ásamt því að þar verður bæði púttflöt og net til þess að slá í.  

Nesklúbburinn hefur hugmyndir um að húsnæðið bjóði upp á samstarf við skólana en einnig eru hugmyndir um að bjóða eldri borgurum Seltjarnarness að koma reglulega að pútta en umfram allt eru væntingar um að húsnæðið geri starf klúbbsins betra og öflugra allt árið um kring fyrir hinn almenna félagsmann.  Þá mun golfkennari klúbbsins hafa sína aðstöðu á staðnum og geta boðið upp á mun betra umhverfi til kennslu en hún er í dag.

Reitir bjóða Nesklúbbinn velkominn til starfa á Eiðistorgi.

Nökkvi Gunnarsson, Halldór Jensson, Kristinn Ólafsson og Haukur Óskarsson við undirritun samkomulagsins
Frá vinstri: Nökkvi Gunnarsson, þjálfari Nesklúbbsins; Halldór Jensson, sölustjóri hjá Reitum; Kristinn Ólafsson formaður stjórnar Nesklúbbsins og Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri klúbbsins.