Mímir-símenntun tekur til starfa í Höfðabakka 9

Mímir-símenntun tekur til starfa í Höfðabakka 9
Reitir afhentu Mími-símenntun 1.750 fermetra húsnæði með formlegum hætti í gær, 7.ágúst. Halldór Jensson sölustjóri hjá Reitum afhenti Huldu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Mímis-símenntunar húsnæðið. Mímir hefur þegar tekið til starfa í húsnæðinu.

Reitir afhentu Mími-símenntun 1.750 fermetra húsnæði með formlegum hætti í gær, 7.ágúst. Halldór Jensson sölustjóri hjá Reitum afhenti Huldu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Mímis-símenntunar húsnæðið. Mímir hefur þegar tekið til starfa í húsnæðinu.  Nýja húsnæðið er endurinnréttað til þess að uppfylla kröfur nemenda og starfsfólks um nútímalega, vistvæna og hagnýta vinnuaðstöðu.  Reitir hafa á undanförnum árum umbreytt svæðinu bæði hvað varðar útlit lóðarinnar og innviði í takt við vistvæn gildi. Mímir-símenntun hefur gert grænan leigusamning við Reiti og verður húsnæði þeirra rekið með vistvænum hætti.

Staðsetningin er einkar hentug fyrir Mími-símenntun enda auðvelt að komast til og frá staðnum hjólandi, akandi eða með almenningssamgöngum, frá miðborginni með strætisvagnaleið 6 og frá Breiðholti með leið 12. Mímir-símenntun mun einnig áfram nýta gamli stýrimannaskólann á Öldugötu 23 til kennslu.

Reitir bjóða Mími-símenntun velkomin til starfa í Höfðabakka 9.

Hulda Ólafsdóttir, Mímir-símenntun, og Halldór Jensson, Reitum fasteignafélagi

Á myndinni eru Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar og Halldór Jensson, sölustjóri hjá Reitum fasteignafélagi.

Mímir-símenntun Höfðabakka 9