Kringlan fær alþjóðleg verðlaun

Kringlan fær alþjóðleg verðlaun
Kringlan bar sigur úr býtum í flokknum „nýr auglýsingamiðill“ fyrir árið 2013 hjá Alþjóðlegum samtökum verslunarmiðstöðva, ICSC, fyrir appið Kringlukröss, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Amsterdam 15. maí sl.

Kringlan bar sigur úr býtum í flokknum „nýr auglýsingamiðill“ fyrir árið 2013 hjá Alþjóðlegum samtökum verslunarmiðstöðva, ICSC, fyrir appið Kringlukröss, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Amsterdam 15. maí sl.

ICSC verðlaunar árlega verslunarmiðstöðvar um heim allan fyrir árangursríkustu markaðsherferðir og frumlegustu leiðirnar og þykir Kringlan hafa náð besta árangri evrópskra verslunarmiðstöðva á síðasta ári fyrir Kringlukrössið.

Þessi verðlaun hafa mikla þýðingu fyrir Kringluna. Þau sýna m.a. að Kringlan er að gera hluti sem standast samanburð á alþjóðlegum vettvangi enda er ICSC fagráð með yfir 55.000 fyrirtæki sem meðlimi í ríflega 90 löndum. Þetta er staðfesting á því fyrir viðskiptavini og starfsfólk að Kringlan er að gera hluti sem standast samanburð við það besta í heiminum.

Kringlukröss er app fyrir snjallsíma, fartölvur og Facebook og kom fram sem jólaleikur Kringlunnar fyrir síðustu jól og náði strax miklum vinsældum og metþátttöku.  Gamatic sá um hönnum og tæknilega útfærslu en markmiðið er að raða saman kúlum af sama lit og verða sér út um afslátt hjá verslunum og fyrirtækjum í Kringlunni.  Því fleiri kúlum sem notandinn nær, því hærri verður afslátturinn.  Um 40.000 Íslendingar sóttu Kringlukröss og tæplega 650.000 leikir voru spilaðir. Vegna gríðarlegra vinsælda er ljóst að ný útgáfa af Kringlukröss,mun líta dagsins ljós á næstunni.

Á meðfylgjandi mynd eru fv Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og stjórnarformaður Rekstrarfélags Kringlunnar, Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar og Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar.