
Reitir hafa gert leigusamning við Hundahornið sem tekur til starfa að Fitjum í Reykjanesbæ nú í mars. Hundahornið verður gæludýraverslun og hundasnyrtistofa. Rýmið að Fitjum er einstaklega hentugt með aðgengi beint af stóru bílastæði. Að Fitjum eru einnig Hagkaup sérvara, Bónus, Subway, Kornið og Húsasmiðjan. Þar er nú eitt rými til leigu sem er um 180 fm með mikið auglýsingagildi.
Við bjóðum Hundahornið velkomið til starfa að Fitjum.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.