Hreyfingar í húsnæði Reita undanfarin misseri

Í eignasafninu er mikið líf og alltaf einhver hreyfing. Undanfarin misseri hafa ný fyrirtæki flutt inn í húsin og aðrir framlengt.
Hreyfingar í húsnæði Reita undanfarin misseri

Reykjavik Geothermal er nýr leigutaki 2. hæð á Skólavörðustíg 11. Fyrirtækið er sérhæft í þróun jarðhitasvæða til raforkuframleiðslu. Fyrirtækið vinnur mikið erlendis, t.a.m. í löndum í Afríku.

Advania framlengdi á dögunum leigusamningi um tæplega 7.000 fermetra hús í Guðrúnartúni.

Ráðgjafar- og greiningarstöð, sem hefur það að hlutverki að efla lífsgæði og bæta framtíð fatlaðra barna og unglinga og fjölskyldna þeirra, hefur flutt starfsemi sína í Dalshraun 1.

ÍAV hefur stækkað sitt rými í Höfðabakka 9 um rúmlega 600 fermetra. ÍAV á sér langa sögu á Höfðabakkanum en byggingarnar við Höfðabakka 9 voru byggðar fyrir Íslenska aðalverktaka á árunum 1969 til 1980 eftir teikningum feðganna Halldórs Jónssonar og Garðars Halldórssonar. Bogabyggingin hýsti upphaflega skrifstofur ÍAV og aðra skrifstofustarfsemi en lágbyggingin ýmiskonar iðnað. Lábyggingin hýsti m.a. Marel á sínum fyrstu árum auk þess að hýsa lengi Tækniháskólann sem sameinaðist síðar Háskólanum í Reykjavík. Lágbyggingin hýsir nú aðallega skrifstofur, verslanir og þjónustu. Þá hefur Stígamót tekið á leigu um 450 fermetra í bogabyggingunni að Höfðabakka 9.

InfoCapital hefur tekið á leigu um 400 fermetra rými að Lágmúla 9. InfoCapital er fjárfestingarfélag með megináherslu á fjártækni og gagnadrifnar og sjálfvirkar lausnir sem stytta boðleiðir milli seljenda vöru/þjónustu og viðskiptavina þeirra. 

Icewear opnaði nýja verslun í Aðalstræti 2 í sumar.