
Nýtt 20 herbergja hótel, Hótel Grímur, hefur tekið til starfa í Grímsbæ. Hótelið er á annarri hæð þessarar rótgrónu verslunarmiðstöð við Bústaðaveg. Sigurður Smári Gylfason er eigandi og framkvæmdastjóri félagsins BUS hostel sem rekur hótelið, hann segir nafn hótelsins dregið af verslunarmiðstöðinni.
„Þetta er þriggja stjörnu hótel. Við erum ekki með veitingastað og bjóðum ekki upp á kvöldverð. Verð á gistingu er því lægra en á hefðbundum fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík. Ætli maður sé ekki að reyna að höfða til hins hagsýna ferðamanns sem ferðast um á bílaleigubíl. Hér er gott framboð á bílastæðum en líka strætóstöð í báðar áttir. Við erum með góð fjölskylduherbergi sem eru ekki í boði á öllum hótelum,“ segir Sigurður Smári.
Hann segir gesti hótelsins jafnframt munu njóta þess að í Grímsbæ sé veitingastaður, bakarí og 10-11 verslun sem er opin allan sólarhinginn. Það henti vel á nóttunni. Vænst er góðrar eftirspurnar eftir herbergjum í sumar og en öll herbergin 20 eru í sama flokki, nema hvað fjölskylduherbergin séu stærri. Þau eru með aukaherbergi.
Framkvæmdir við hótelið hófust um áramótin. Efsta hæðin var tekin í gegn. Íslenskir aðalverktakar unnu verkið en Reitir eiga húsnæðið. THG og austurríska hönnunarhúsið GUSTAV hönnuðu innréttingar og útlit.
Reitir bjóða Hótel Grím velkomið til starfa í Grímsbæ.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is