Hótel Grímur opnar í Grímsbæ

Hótel Grímur opnar í Grímsbæ

Nýtt 20 her­bergja hót­el, Hót­el Grím­ur, hefur tekið til starfa í Grímsbæ. Hót­elið er á ann­arri hæð þess­ar­ar rót­grónu versl­un­ar­miðstöð við Bú­staðaveg. Sig­urður Smári Gylfa­son er eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins BUS hostel sem rek­ur hót­elið, hann seg­ir nafn hót­els­ins dregið af versl­un­ar­miðstöðinni.

„Þetta er þriggja stjörnu hót­el. Við erum ekki með veit­ingastað og bjóðum ekki upp á kvöld­verð. Verð á gist­ingu er því lægra en á hefðbund­um fjög­urra stjörnu hót­el­um í Reykja­vík. Ætli maður sé ekki að reyna að höfða til hins hag­sýna ferðamanns sem ferðast um á bíla­leigu­bíl. Hér er gott fram­boð á bíla­stæðum en líka strætó­stöð í báðar átt­ir. Við erum með góð fjöl­skyldu­her­bergi sem eru ekki í boði á öll­um hót­el­um,“ seg­ir Sig­urður Smári.

Hann seg­ir gesti hót­els­ins jafn­framt munu njóta þess að í Gríms­bæ sé veit­ingastaður, bakarí og 10-11 versl­un sem er opin all­an sól­ar­hing­inn. Það henti vel á nótt­unni. Vænst er góðrar eft­ir­spurn­ar eft­ir her­bergj­um í sum­ar og en öll her­berg­in 20 eru í sama flokki, nema hvað fjöl­skyldu­her­berg­in séu stærri. Þau eru með auka­her­bergi.

Framkvæmdir við hótelið hófust um ára­mót­in. Efsta hæðin var tek­in í gegn. Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar unnu verkið en Reit­ir eiga hús­næðið. THG og aust­ur­ríska hönn­un­ar­húsið GUSTAV hönnuðu inn­rétt­ing­ar og út­lit.

Reitir bjóða Hótel Grím velkomið til starfa í Grímsbæ.

Setustofa - Hótel Grímur Grímsbæ
Herbergi - Hótel Grímur Grímsbæ
 Herbergi - Hótel Grímur Grímsbæ

Nærmynd úr hótelherbergi - Hótel Grímur Grímsbæ