H&M opnar í Kringlunni

H&M opnar í Kringlunni á morgun, 28. september, verslunin mun bjóða upp á fatnað fyrir dömur, herra, börn og ungmenni ásamt snyrtivörum og aukahlutum.
H&M opnar í Kringlunni

Fimmtudaginn 28. september mun H&M opna verslun í Kringlunni með pompi og prakt kl 11:00. Verslunin er staðsett á 2. hæð þar sem fataverslun Hagkaup var áður til húsa. Opið verður til kl 22:00 í Kringlunni í tilefni opnunarinnar.

Á milli 11:00 og 13:00 mun vera 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar. Fyrstu þrír gestirnir sem koma fá gjafakort að andvirði 25.000 kr, 20.000 kr. og 15.000 kr. Næstu 250 gestir fá fallegan gjafapoka með stílabók og gjafabréfi að andvirði 1.500 kr. Fjörið byrjar kl 10:30 með plötusnúð og skemmtiatriði.

Reitir bjóða H&M velkomna til starfa í Kringlunni.