Hilton hlýtur fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar

Hilton hlýtur fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar
Hotel Hilton Reykjavik Nordica fékk s.l. mánudag, 25. ágúst, viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir vel útfærðar endurbætur á lóð hótelsins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Höfða. Framhlið hótellóðar hefur verið tekin alveg í gegn.

Hotel Hilton Reykjavik Nordica fékk s.l. mánudag, 25. ágúst, viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir vel útfærðar endurbætur á lóð hótelsins. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Höfða. Framhlið hótellóðar hefur verið tekin alveg í gegn. Að mati dómnenfndar er efnisval smekklegt og lóðin er talin fá grænni ásýnd með snyrtilega útfærðum grasmönum við lóðarmörk.

Hótel Hilton Nordica hefur verið í eigu Reita og forvera félagsins síðan 1999. Á árunum 2001 til 2003 var hótelið stækkað um nær helming og húsinu öllu gjörbreytt. Eftir þær umbætur fékk það nafnið Nordica hotel og var þá orðið stærsta hótel Íslands með 284 herbergjum.

Hilton hlýtur fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar