Hard Rock opnar í Lækjargötu

Hard Rock Cafe opnaði í Lækjargötunni í gær 30. október. Staðurinn er á þremur hæðum.
Hard Rock opnar í Lækjargötu

Hard Rock Cafe opnaði í gær 30. október í Lækjargötu 2a. Staðurinn, sem er á þremur hæðum, var fullur á opnununarkvöldinu en hljómsveitin Dimma hélt opnunartónleikana í kjallaranum. Á matseðlinum eru vinsælu hamborgararnir sem staðurinn er þekktur fyrir, Balsamic tómat Bruschetta, hægelduð grísarif og grillaður kjúklingur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður mikið lagt upp úr vönduðum kokteilum á barnum. 

Reitir bjóða Hard Rock Cafe velkomið til starfa. 

Myndbandið er af Facebook síðu Hard Rock Cafe.