Græn leiga fær frábærar viðtökur

Græn leiga fær frábærar viðtökur

Grænni leigu Reita hefur verið gífurlega vel tekið. Nú þegar hafa tugir viðskiptavina gengið skrefið til fulls og lokið við að færa rekstur húsnæðis síns í grænan búning.

Grænni leigu Reita hefur verið gífurlega vel tekið. Nú þegar hafa tugir viðskiptavina gengið skrefið til fulls og lokið við að færa rekstur húsnæðis síns í grænan búning. Samhliða því hefur þjónusta og viðhald Reita á umræddum húsum verið endurskoðuð með umhverfisáhrif í huga. Auk þessara aðila er mjög stór hluti okkar leigutaka farinn að vinna að breytingum sem miða að því að gera grænan leigusamning.

Á meðal fyrstu grænu leigutakanna má nefna Creditinfo, Opin kerfi, Hýsingu-vöruhótel, Vinnumálastofnun, Umboðsmann barna, Parlogis, Sálfræðinga Höfðabakka, Valitor og Sjúkraþjálfunina Styrk. Þess að auki hefur Kringlan gert svipað samkomulag við Reiti ásamt nokkrum rekstraraðilum í Kringlunni.

Græn leiga felst í því að leigusali og leigutaki sammælast um að reka húsnæðið með vistvænum hætti og fylgja ákveðnum viðmiðum hvað varðar sorphirðu og endurvinnslu; raforku- og vatnsnotkun; innkaup á rekstrarvörum og byggingavörum; rekstur og viðhald sérhæfðra kerfa ásamt viðleitni til að auka vægi vistvænna samgöngumáta. Reitir bjóða öllum viðskiptavinum sínum upp á græna leigu.