Fulltingi flyst á Höfðabakka 9

Fulltingi flyst á Höfðabakka 9

Lögmannsstofan Fulltingi slf., sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar, flytur aðsetur sitt frá Suðurlandsbraut að Höfðabakka 9,  6. janúar nk.

Fulltingi og Reitir fasteignafélag hafa í þessu skyni undirritað langtíma leigusamning um tæplega 900 m2 húsnæði á 7. og efstu hæð hússins.

Efsta hæðin á Höfðabakka 9 er nýuppgerð og innréttuð að nútímakröfum um vinnuhollt starfsumhverfi. Endurnýjun skrifstofugarðanna við Höfðabakka er langtíma þróunarverkefni sem unnið er með áherslu á vistvæna byggð. Hönnun og framkvæmd endurbótanna tekur tillit til orkunýtni, byggingarefna og heilsusamlegs umhverfis notenda og gesta.

Gott aðgengi er að húsinu og næg bílastæði.

Fulltingi er framsækin og traust lögmannsstofa sem veitir einstaklingum þjónustu á sviði skaðabóta og vátryggingaréttar og er stærsta stofan hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði. Hlutverk fyrirtækisins er að leysa vel úr málum fólks, ráða því heilt og stuðla að því að hver og einn fái þær bætur sem hann á rétt á. Sérfræðingar okkar hafa margir hverjir áratuga reynslu í meðferð slysa- og skaðabótamála.

Reitir bjóða Fulltingi velkomið til starfa í Höfðabakka 9.