Reitir Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Reitir Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Reitir fasteignafélag hlýtur útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo árið 2016. Reitir eru í 5. sæti á lista stórra fyrirtækja þetta árið.

Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Creditinfo framkvæmir fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins og birtir í kjölfarið lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla öll skilyrði. Þau fyrirtæki sem standast kröfurnar teljast framúrskarandi að mati Creditinfo.

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin að standast styrkleikamat Creditinfo og uppfylla eftirfarandi kröfur.

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBITA) jákvæð þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikning fyrir 1. september 2016

Framúrskarandi fyrirtæki - creditinfo.is