Framkvæmdir í Spönginni

Framkvæmdir í Spönginni

Verktakar á vegum Reita vinna nú að endurnýjun húsnæðis Hagkaups og nýju Vínbúðarinnar í Spönginni, en húsið verður klætt stein og timbri. Innanhúss er unnið að því að aðlaga og rýma fyrir nýju Vínbúðinni sem verður um 430 fm. í hluta rýmisins sem hefur hingað til eingöngu hýst Hagkaup.

Reitir gerðu verksamning við Þarfaþing, sem mun sjá um breytingar á ytra byrði hússins, en breytingarnar voru hannaðar af THG. Áætluð verklok eru 28. ágúst. 

Breyting á ytra byrði Spangarinnar

Breytingar á ytra byrði Hagkaups og Vínbúðar í Spönginni