
Samfélagslegur ávinningur af Miklubraut í stokk yrði margvíslegur. Til dæmis yrði umferðaröryggi bætt verulega auk þess sem tíma- og eldsneytissparnaður yrði mikill. Aðgengi gangandi, hjólandi og notenda almenningssamgangna yrði bætt verulega á yfirborðinu sem fengi á sig vistvænna yfirbragð. Flutningur meginumferðarinnar á Miklubraut neðanjarðar greiðir úr og bætir flæði umferðar sem myndi gerbreyta gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sem eru umferðarmestu gatnamót höfuðborgarsvæðisins.
Hugmyndir um Miklabraut í stokk hafa ekki áður fengið jafn mikla rýni og skoðun og hér hefur verið ráðist í. Í greiningu VSÓ er farið yfir hönnunarforsendur mannvirkisins, öryggiskröfur, vegferil, umferð á verktíma ásamt forhönnun gatna á yfirborði. Þá er einnig fjallað um helstu áskoranir og kostnað.
Horft norður eftir Kringlumýrarbraut, gert er ráð fyrir Borgarlínustöð til móts við Hamrahlíð með greiðu aðgengi fólks að Kringlusvæðinu og að íbúðabyggð í Hlíðunum.
Horft austur eftir Miklubraut.
>> Upptaka frá málþinginu ásamt kynningum allra fyrirlesara (á vef Reykjavíkurborgar)
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.