
Reitir hafa gert leigusamning við Fjártækniklasann um húsnæði á fjórðu hæð við Laugaveg 77.
Fjártækniklasinn er samfélag um framfarir í fjártækni en stofnaðilar hans eru 63 fyrirtæki, háskólar, samtök og aðrir aðilar. Tilgangur klasans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri. Hann er samfélag þeirra sem starfa við fjártækni og vilja stuðla að aukinni verðmætasköpun, samkeppni og bættum lífskjörum.
Fjártækniklasinn mun standa fyrir viðburðum, svo sem fundum um margvísleg svið fjártækni, kynningar á nýsköpunarfyrirtækjum, fyrirtækjastefnumót og fögnuði af ýmsu tagi. Klasinn vinnur einnig að framgangi fjártækni á allan hátt, svo sem með tengingum við erlend fyrirtæki og klasa, tengingu á milli mögulegra samstarfsaðila og ýmiskonar sérverkefnum.
Reitir bjóða Fjártækniklasann velkominn til starfa á Laugavegi.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.