
Verslun alþjóðlegu tískuvörukeðjunnar F&F opnar í Kringlunni í dag 6. nóvember. Verslunin er staðsett í hluta Hagkaupsverslunarinnar á 2. hæð í norðurenda Kringlunnar. Opnunarhátíðin hefst 18:45.
F&F, sem er í stórsókn um heim allan, býður gæða tískufatnað fyrir konur, karla og börn á lægra verði. F&F hóf starfsemi árið 2001 en starfrækir nú á þriðja þúsund útsölustaði í yfir tuttugu löndum og munu fleiri lönd bætast í hópinn á næstu mánuðum.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir opnunina hér á landi afar góðar fréttir.
"Við erum mjög ánægð að hafa náð þessu samstarfi við F&F. Við erum alltaf að skoða tækifæri til að bjóða viðskiptavinum okkar gæðavörur á hagstæðu verði og við erum þess fullviss að þessi frábæra fatalína hitti í mark hjá íslenskum neytendum.
Reitir óska Hagkaup til hamingju með F&F.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.