Endurbætur á Aðalstræti 6

Endurbætur á Aðalstræti 6

Reitir fasteignafélag hefur falið ÍAV verktökum að hefja framkvæmdir við endurbyggingu þakhæðar Aðalstrætis 6. Áformað er að fjarlægja núverandi þakhæð og byggja í stað hennar inndregna hæð sem mun svipa útlitslega til upphaflega áformaðs útlits efstu hæðarinnar. Talið er að breytingin muni skapa göflum hússins léttari ásýnd og bæta gæði innanrýmis hæðarinnar, en núverandi hæð var byggð sem bráða­birgða­hæð með lofthæð undir lágmarksviðmiðum. Skuggavarp hússins minnkar við breytinguna en áhrifin eru hverfandi.  

Aðalstræti 6 - Fyrirhugaðar framkvæmdir - Reitir

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi gögnum: