
Verslunin Eirberg lífstíll, sem tók nýlega til starfa á 1. hæð Kringlunnar, býður vörur sem undirstrika einfaldan, þægilegan, virkan og vistvænan lífstíl.
Helstu vörur sem boðnar eru í nýju versluninni eru, þjálfunar- og æfingavörur, íþróttastuðningshlífar og hlaupasokkar, ullarfatnaður fyrir útivist og bambusnærföt, dagljós og heilsukoddar, lofthreinsi- og rakatæki, hitameðferðir, nuddtæki og heimilis-SPA auk þess sem boðið er upp á vörur sem auðvelda eftirfylgni með helstu heilsuþáttum (Connected Health)
House of Marley verður með Shop-in-Shop í nýrri verslun Eirbergs. Marley samanstendur af vönduðum heyrnatólum, hljómflutningstækjum, armbandsúrum og töskum. Ekkert hefur verið til sparað í hönnun og framleiðslu hjá Marley. Marley vörumerkið er í eigu Bob Marley fjölskyldunnar sem leggur persónulegan metnað í framleiðslu og efnisval. Vörurnar eru framleiddar á vistvænan hátt úr endurunnum efnisvið.
Eirberg byggir á traustum grunni á heilbrigðissviði, Eirberg Heilsa er rótgróin verslun að Stórhöfða sem margir þekkja, sú verslun býður fagaðilum og almenningi vandaðar heilbrigðisvörur og sérhæfða ráðgjöf. Markmið fyrirtækisins eru að efla heilsu, auka lífsgæði og auðvelda fólki störf sín stuðla að vinnuvernd og hagræði.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.