EC Software leigir á Austurströnd

EC Software leigir á Austurströnd

Hugbúnaðarfyrirtækið EC Software hefur tekið á leigu rúmlega 200 fm. skrifstofuhúsnæði á Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi. Húsnæðið er á jarðhæð með einstaklega fallegu útsýni yfir sundin og Esjuna. Þar eru næg bílastæði og frábært aðgengi.

EC Software er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar fyrir vefverslanir og tæknilegri aðstoð því tengdu. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og hefur starfað bæði á Evrópu og Asíumarkaði síðan árið 2003.