Dunkin’ Donuts í Kringluna

Dunkin’ Donuts í Kringluna

Dunkin’ Donuts opnar í Kringlunni í október. Kleinuhringjakaffihúsið hefur fengið frábærar viðtökur á Laugavegi en í Kringlunni verður sama vöruúrval og á kaffihúsinu á Laugavegi.

Kleinuhringir Dunkin’ Donuts eru framleiddir í húsnæði Reita í Klettagörðum og verður nýja kaffihúsið í Kringlunni frábær viðbót við það samstarf.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin’ Donuts í Kringluna. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón.

„Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi.

Reitir bjóða Dunkin’ Donuts velkomið til starfa í Kringlunni. 

Á myndinni eru Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin’ Donuts á Íslandi og Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.