Café París opnað á ný eftir endurbætur

Café París opnað á ný eftir endurbætur

Cafe París hefur opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Markmiðið var að færa staðinn aftur nær því sem hann var í upphafi og verður frönsk bistro-stemning allsráðandi með þrískiptum matseðli; morgunverði, hádegismat og kvöldverði auk þess sem kökur og kaffi verða í boði. Endurbæturnar voru hannaðar af Davíð Pitt og Ingibjörgu Jónsdóttur.

Í þessu sögfræga húsi að Austurstræti 14 hefur verið rekið kaffihús kennt við París í 25 ár. Húsið setur sterkan svip á Kvosina en á gafli þess sem snýr að Pósthússtræti er lágmynd eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem sýnir landnám Ingólfs Arnarssonar. Húsið var reist árið 1928 af Jóni Þorlákssyni forsætisráðherra Íslands og borgarstjóra Reykjavíkur um skeið. Lengst af voru verslanir á neðstu hæðinni, svo sem Soffíubúð, Herradeild P&Ó, dömudeild London og tóbaksverslunin London en kaffihús hefur verið rekið á hæðinni síðan 1992.

Reitir bjóða Cafe París velkomið til starfa á ný.

Veitingasalurinn á Cafe París Austurstræti 14 (mynd af visi.is)

Frá Cafe París Austurstræti 14 (mynd af mbl.is)

Myndir teknar af mbl.is