Breytt skipulag samstæðu Reita fasteignafélags

Breytt skipulag samstæðu Reita fasteignafélags

Í maí 2017 taka í gildi samrunar milli félaga innan samstæðu Reita fasteignafélags.  Breytt skipan dótturfélaga endurspeglar betur það úrval húsnæðis sem félagið býður viðskiptavinum sínum til leigu, verslunarhúsnæði, skrifstofur, hótel, iðnað og annað auk þróunarreita. Breytingin mun hafa í för með sér fækkun félaga með tilheyrandi hagræðingu í rekstri. Reitir hafa tekið upp starfsþáttagreiningu og munu upplýsingar um afkomu starfsþátta frá 1. janúar 2017 birtast í uppgjörum félagsins á árinu 2017.

Breytingin hefur ekki áhrif á réttindi eða skyldur leigutaka og leigusala. Engin breyting verður á rekstri Reita þjónustu ehf.

Eftir breytingu verða fasteignir innan samstæðu Reita fasteignafélags hf. vistaðar í eftirtöldum félögum.

  • Reitir - skrifstofur ehf. Kt. 530117-0730
  • Reitir - verslun ehf. Kt. 530117-0650
  • Reitir - hótel ehf. Kt. 530117-0300
  • Reitir - iðnaður ehf. Kt. 530117-0570
  • Reitir - þróun ehf. Kt. 530117-0490
  • Reitir II ehf. Kt.  670492-2069
  • Reitir VII ehf. Kt. 690310-0900
  • Reitir Hótel Borg ehf. Kt. 620698-2889

 

 Starfsfólk Reita veitir allar nánari upplýsingar um breytingarnar í netfanginu reitir@reitir.is og í síma 575 9000.

 

Tengt efni: 

Upplýsingar um einstakar fasteignir og eigendur þeirra

Upplýsingar um félög í samstæðu Reita