Beint úr sjó opnar að Fitjum

Reitir gerðu nýverið leigusamning við verslunina Beint úr sjó sem opnaði að Fitjum í Reykjanesbæ á dögunum. Verslunin býður upp á mikið úrval fiskrétta, ferskan fisk og sushi.
Beint úr sjó opnar að Fitjum

Verslunin Beint úr sjó opnaði nýverið í verslunarkjarnanum að Fitjum í Reykjanesbæ. Verslunin býður upp á mikið úrval fiskrétta, s.s. fiskborgara, fiski-tortillur, plokkfisk auk þess sem boðið er upp á ferskan fisk og sushi.

Beint úr sjó býður upp á fyrirtækjaþjónustu og fyrirtækið sendir fisk og sushi í mötuneyti hjá stórum sem litlum fyrirtækjum og veitingastöðum.

Verslunarkjarninn við Fitjar 2 er rúmlega 6,400 fermetrar að stærð. Auk nýju verslunarinnar, Beint úr sjó, eru þar fjölda annarra fyrirtækja til húsa en Bónus, Hagkaup sérvara og Húsasmiðjan eru stærstu verslanirnar. Á lóðinni er hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. 

Reitir bjóða Beint úr sjó velkomið til starfa á Fitjum. 

Tengt efni