Beauty barinn opnar nýja verslun á Bíógangi

Beauty barinn opnar nýja verslun á Bíógangi

Reitir hafa gert leigusamning við Beauty barinn um húsnæði á Bíógangi. Verslunin, sem opnaði í gær 31. maí, býður upp á snyrtivörur frá fjölda merkja svo sem Beauty Bakerie, Lipland, Nailhur neglur og naglalökk, Kiesque, Skindinavia, Ben Nye, Makeup Addiction, BeBella, Cailyn Cosmetics, City Color, LA Girl, The Balm, Milani, Red Cherry, Socialeyes og MineTan. Í tilefni opnunarinnar er 20% afsláttur af völdum vörum.

Reitir bjóða Beauty barinn velkominn til starfa í Kringlunni.