Arion banki leigir í Sunnumörk

Arion banki leigir í Sunnumörk

Reitir hafa gert leigusamning við Arion banka í Hveragerði um leigu á húsnæði fyrir bankaútibú í verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk.

Sunnumörk er vinsæl verslunarmiðstöð við Þjóðveginn í Hveragerði. Þar eru Bónus, Vínbúð, bæjarskrifstofur, Almar bakari og Hverablóm. Hið nýja húsnæði Arion banka er um 180 fermetrar.

Reitir bjóða Arion banka velkominn til starfa í Sunnumörk.