Agú HN Gallery opnar í Spönginni

Agú HN Gallery opnar í Spönginni

Verslunin Agú HN Gallery hefur opnað í Spönginni. Verslunin er rekin af tveimur hönnuðum sem hanna vörur undir merkjunum Agú og HN Gallery. Einnig er boðið upp á vörur frá íslensku merkjunum Hjartalag, Djulsdesign og Gunnarsbörnum.

Í versluninni er fallegt framboð af barnafötum, húfum, skartgripum, kertastjökum og fleiru.

Reitir bjóða verslunina Agú HN Gallery velkomna til starfa í Spönginni.